Sími: 540 7000

Fyrirtækið

Print

Fálkinn er þjónustu- og tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum. Fyrirtækið rekur verslun og þjónustuverkstæði að Dalvegi 10 - 14 Kópavogi

Fálkinn stefnir að því að veita viðskiptavinum sínum ætíð þá þjónustu og öryggi í viðskiptum sem best getur verið og á samkeppnishæfu verði. Til að ná þessu markmiði er reynt að bjóða einvörðungu vörur sem hægt er að fá bestar á hverju sviði og að hafa jafnframt á að skipa hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki viðskiptavinum til ráðgjafar og þjónustu.

Verslun

Verslunin skiptist í þrjú megin þjónustusvið, sem eru: Bíla- og vélavörur, véltæknivörur og raftæknivörur.  Verslun og afgreiðsla eru til húsa á 1 hæð, gengið inn í verslunina að framanverðu en inn á þjónustuverkstæðið og lager til hliðar ekið inn frá Kosti .

Bíla- og vélavörur

Helstu vöruflokkar eru: legur, legusett í hjól og gírkassa, hjöruliðir fyrir framdrifsbíla, hjöruliðskrossar, ásþétti, vélaþétti, höggdeyfar, hemlahlutir, kúplingar, viftu- og kílreimar, reimskífur, drif- og flutningskeðjur, tannhjól, ástengi, bón og bílasnyrtivöru, húsgagna- og vagnhjól.

Véltæknivörur

Helstu vöruflokkar eru: niðurfærslugírar, snekkjudrif, kambhjólagírar, lokar, drifbúnaður fyrir loka, gufugildrur, gufulokar, gufustjórnbúnaður, miðflóttaaflsdælur, brunndælur, slógdælur, snigildælur, skömmtunardælur, skólphreinsibúnaður og fiskmjölsbúnaður og vibratorar og talíur og brúkranar.

Raftæknivörur

Helstu vöruflokkar eru: rafmótorar, gírmótorar, spólurofar, yfirálagsvarnir, hraðabreytar, mjúkræsar, hnappar, hnappabox, skynjarar, fótósellur, iðntölvur, sjálfvör, tímaliðar, aflrofar, straumskinnur, töflur, skápar, bindivélar, bindiefni, loftræstiviftur, blásarar og rafmagnshandverkfæri.

Þjónustuverkstæði

Þjónustuverkstæðið er sérhæft rafvélaverkstæði, sem veitir viðgerðarþjónustu fyrir söluvörur Fálkans og annast jafnframt allar almennar rafvéla- og rafeindaviðgerðir.

Skrifstofa

Skrifstofa Fálkans sér um símsvörun, innflutning, bókhald, rekstur upplýsingakerfa og fjármál fyrirtækisins, þar með talið innheimtu og greiðslu reikninga.

Saga Fálkans

Hér að neðan er hægt að nálgast sögu Fálkans sem gefin var út árið 2004 í tilefni 100 ára afmælis fyrirtækisins.  Skráin er á pdf-formi og hægt er að skoða hana í Acrobat Reader.

Hafðu samband

Við hjá Fálkanum bjóðum lipra og örugga þjónustu.
Hér getur þú fundið lista yfir einstaka starfsmenn og sent viðkomandi tölvupóst eða hringt beint í hann.

Starfsmenn

Fálkinn Dalvegi 10-14 Sími 540 7000 opnunartími verslunar 8 til 18 alla virka daga nema föstudaga 8 - 17